Vinsamlega athugið að Mixtúra

er flutt í Safamýri 5


Gersemar og þarfaþing


skoðaðu, pantaðu og fáðu að láni - fullt af skemmtilegu dóti fyrir kennslustofuna


Hér á þessari síðu er að finna ýmisleg kennslugögn sem hægt er að fá að láni. Kennurum á öllum stigum og frístunda leiðbeinendum Reykjavíkurborgar stendur til boða að skrá sig inn og panta þau gögn sem þeim líst á og sækja svo í Búnaðarbankann.

Búnaðarbanki skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur er undir hatti Mixtúru margmiðlunarvers og er til húsa í Safamýri 5. Sjá opnunartíma hér að neðan.

Hugmyndin að baki Búnaðarbankans er að gera kennurum og leiðbeinendum kleift að prófa ýmsar nýjungar í kennslustofunni. Skólarnir geta þannig prufukeyrt kennsluefni og valið hvort þetta sé eitthvað sem þeir vilji bæta við sín kennslugögn í framtíðinni. Flest allt er hægt að fá að láni til að prófa en sumir hlutir eru einungis hugsaðir til kynningar. Hægt er að hafa samband við okkur og koma og fá að vinna með og skoða þessa hluti betur ef áhugi er á.

Við biðjum ykkur vitaskuld um að fara vel með og yfirfara einstaklega vel innihald kassanna áður enn þið skilið til að tryggja að allt skili sér til baka. Hlökkum til að sjá ykkur!

PS. Þegar þið skráið ykkur viljum við biðja ykkur að setja nafn á ykkar skóla, leikskóla eða frístundarheimili í stað heimilsfangs.


...