Cancel Borrow / reserve:

Sýndarveruleikagleraugu - VR - 1/2 bekkjarsett

2 similar items. See all.

Contains:
10x Samsung Gear VR gleraugu
10x Samsung símar með uppsettum hugbúnaði, (Google Expeditions)
1x hleðslukassi fyrir símana

Bara þeir sem lokið hafa örnámskeiði hjá Mixtúru í meðferð græjanna geta fengið þær að láni.

Nauðsynlegt er að hafa gott þráðlaust net þar sem kennslustundin á að fara fram.

Samsung Gear VR eru sýndarveruleikagleraugu sem gera notandanum kleift að horfa á 360° myndbönd með aðstoð snjallsíma. Settið er fyrir 10 nemendur, til eru tvö sett hjá Búnaðarbankanum og hægt að panta bæði í einu.

Google Expeditions appið er þegar sett upp á símana og í gegnum það getur kennarinn leitt nemendur í óteljandi ferðir hvert sem er, jafnt ferðir um mannslíkamann eða úthöfin, út í geim, á sögufræga staði eða á listasöfn um víða veröld. Yfir 600 leiðangrar eru í boði og stöðugt að bætast við.

Til að fá VR bekkjarsettið að láni þarf viðkomandi að hafa sótt örnámskeið hjá Mixtúru um notkun og meðferð settsins.

Kynningarmynd:
https://www.youtube.com/watch?v=3MQ9yG_QfDA

Heimasíða Google Expeditions:
https://edu.google.com/expeditions

Heimasíða gleraugnanna:
http://www.samsung.com/global/galaxy/gear-vr/

Log in to borrow or reserve...